Ekkert nýtt efni í febrúar

Tölvuleikurinn New World.
Tölvuleikurinn New World. Grafík/Amazon Games/New World

Ekki er búist við neinum meiriháttar viðbótum í tölvuleiknum New World frá Amazon Games í febrúar vegna þess að teymið sem vinnur að leiknum mun frekar einbeita sér að því að laga gloppur og villur sem finnast innanleikjar.

Birtu fréttamyndband

Fréttin um þetta kemur í gegnum YouTube myndband frá þróunaraðilum New World og í því myndbandi ræða mismunandi aðilar þróunarteymisins ýmis efni. Allt frá væntanlegum kerfum til tæknilegra vandamála sem teymið vinnur í að leysa.

„Febrúarmánuðurinn er fyrir lagfæringar á gloppum,“ segir framleiðandinn Katy Kaszynski.

Einbeita sér að lagfæringum

„Það er ekkert stórvægilegt efni að koma með í febrúarútgáfunni. Við erum að einbeita okkur að nokkrum ákveðnum hlutum til þess að tryggja að við náum að lagfæra sem mest svo að leikmenn finni raunverulegan mun og fái það sem þeir hafa verið að biðja um í langan tíma.“

Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert