Þingmenn streymdu óvart frá tölvuleikjaklámi

Skjáskot/Facebook/Maria Laura Mantovani

Óvænt uppákoma átti sér stað nýlega þegar nokkrir ítalskir þingmenn ræddu gagnsæi ákveðinna gagna í pólitískri ákvarðanatöku í gegnum Zoom fund.

Á miðjum fundi, rétt í þann mund þegar var verið að kynna Giorgio Parisi, einn af Nóbelsverðlaunahafa síðasta árs fyrir eðlisfræði, fór af stað klám úr tölvuleiknum Final Fantasy VII.

Fundurinn sem haldinn af þingmanni fimm stjörnu hreyfingarinnar, Maria Laura Mantovani, virtist ganga frekar smurt fyrir sig fyrsta hálftímann. En þegar kom að því að kynna Parisi hafði einhver tekið yfir streymið og deilt skjá sínum sem spilaði óopinbera Final Fantasy klámmynd.

Atriðið hefur verið fjarlægt af opinbera streyminu sem birt var á Facebook en netverjar hafa verið að deila skjáskotum og upptökum af óhappinu á Twitter.

mbl.is