Hægt að spila nýju hetjuna í LoL

Zeri, the Spark of Zaun í Withered Rose búningnum.
Zeri, the Spark of Zaun í Withered Rose búningnum. Grafík/Riot Games/League of Legends

Fyrsta nýja hetja ársins 2022 í tölvuleiknum League of Legends var gefin út í síðustu viku með uppfærslupakka 12.2 og geta leikmenn því spilað hetjuna nú þegar.

Þar sem að nýtt tunglár hefst þann 1. febrúar ásamt upphafi á ári tígrisdýrsins inniheldur uppfærslan fjöldan allan af tengdum búningum og öðrum sniðugum hlutum auk nýjustu hetjunni, Zeri, the Spark of Zaun.

Zeri býr að rafmögnuðum varning og má nefna skjöld sem ýtir undir hraðann hennar, rafmagnaðan púls sem hægir á óvinum og eins býr hún að hæfileikanum til þess að þjótast yfir ákveðið landslag.

Hér að neðan má horfa á kynningarmyndband um Zeri sem gefið var út af opinberri YouTube-rás League of Legends.

mbl.is