Ísland með átta bestu í Evrópu

Beau Monde Cohort er íslenska landsliðið í Overwatch.
Beau Monde Cohort er íslenska landsliðið í Overwatch. Grafík/Karl Vinther

Íslenska Landsliðið í tölvuleiknum Overwatch, Beau Monde Cohort eða BMC, er um þessar mundir að keppa í Evrópukeppninni í Overwatch, OWEX, undir handleiðslu þjálfarans Kristófers Núma „Numling“.

BMC hefur tryggt sér sæti í umspilinu á mótinu sem fer fram næstu helgi og er því í hópi átta bestu liða í Evrópu. Liðið keppir í Norðurlanda riðlinum og spilar sinn síðasta leik í riðlinum í dag.

Gætum farið taplaus úr riðlinum

Spilar BMC leik gegn Nordic Dragons en bæði liðin hafa tryggt sér sæti í umspilið og snýr leikurinn í raun að því hvort liðið fer taplaust upp úr riðlinum.

Ekki verður streymt frá leiknum í dag af opinberu Twitch-rásinni EloHellEsports en hinsvegar verður streymt frá leikjum úr umspilsleikjum, sem fer fram næstu helgi.

Níu leikmenn í liðinu

Fyrir hönd Íslands spila þeir Hilmar Þór Heiðarsson „Steel“, Steinn Kári Pétursson „SKP“, Kristján Logi Guðmundsson „Krizzi“, Sindri Már Gunnarsson „Sindri“, Snorri Hafsteinsson „SnorrlaxZ“, Arnaldur Ingi Stefánsson „Futhark“, Egill Ari Hreiðarsson „EgillAri“, Hafþór Hákonarson „Hafficool“ og Finnbjörn Jónasson „Finnsi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert