Settir í hlutverk Dauðans

Have A Nice Death er tölvuleikur frá Magic Design Studios.
Have A Nice Death er tölvuleikur frá Magic Design Studios. Grafík/Magic Design Studios

Handteiknaði tölvuleikurinn Have A Nice Death, sem fyrst var getið um á Game Awards á síðasta ári, er nú kominn með staðfestan útgáfudag.

Magic Design Studios gefa út leikinn þann 8. mars og verður hann aðgengilegur í gegnum Steam fyrir aðeins undir tvö þúsund krónum, eða fimmtán dali.

Leikmenn eru settir í hlutverk Dauðans, stofnanda og framkvæmdastjóra Death Incorporated sem er risastórt fyrirtæki sem ber ábyrgð á því að vinna úr sálum þeirra sjúku.

Sem Dauðinn, verða leikmenn að berjast í gegnum höfuðstöðvar fyrirtækisins í því skyni að yfirbuga fjölda starfsmanna Death, Inc. sem hafa safnað fleiri sálum en fyrirtækið ræður við. Yfirmenn leiksins eru skipaðir deildarstjórum fyrirtækisins, sem einnig eru kallaðir Sorrows.

Hér að neðan má horfa á stiklu af tölvuleiknum.

mbl.is