Vill að leikmenn gerist hluti af sögunni

Into The Echo.
Into The Echo. Grafík/Etlok Studios

Into the Echo er væntanlegur MMORPG tölvuleikur með sérstöku ívafi. Leiknum er lýst sem „tímaflakksferð“ af þróunaraðila frá Etlok Studios og gerist leikurinn í heimi Raava, en íbúar hans hafa búið við yfirnáttúrulegt afl sem kallast Qen í aldanna rás.

Tilkoma nýs og myrkrs valds hefur leitt til óróa í landinu, og eftir að hafa komist í snertingu við þetta nýja afl finnur leikmaðurinn sig færan um að ferðast í gegnum tímann.

Frábrugðinn öðrum leikjum

Tölvuleikurinn Into the Echo verður örlítið frábrugðinn leikjum á borð við New World of Final Fantasy en fátt er um upplýsingar enn sem komið er.

MMO leikurinn var tilkynntur með stríðnisstiklu á YouTube en opinbera vefsíða leiksins sýnir frá háleitum markmiðum sem snúa að tímaflakki og byltingarkenndu kerfi sem leggur áherslu á að gera greinamun á leikmönnum og samfélagsmiðaðan söguþráð.

Eins virðist vera að leikurinn muni ganga mikið út á það að koma leikmannahópnum saman með samfélagslegum verkefnum innanleikjar.

Gerist hluti af sögunni

„Við höfum skapað heilu sögurnar í kringum fólkið sem bjó á þessum mismunandi og sögulegu tímum. Svo þegar kom að því að hanna spilun leiksins, þá vildum við ekki skilja það allt eftir sem einhverskonar baksögu sem notendur okkar geta bara lesið um á netinu,“ segir Akshay Kolte, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Etlok Studios í viðtali hjá PCGamesN.

„Við viljum að leikmennirnir gerist hluti af þessum sögum til þess að upplifa þær raunverulega.“ 

Saga á bakvið Qenið

Kolte segir að í flestum leikjum eigi galdrar sér enga baksögu, að þeir einfaldlega séu bara til. Tekur hann fram að þróunaraðilar leiksins hafa kafað mjög djúpt í kenninguna á bakvið Qen og hvernig það virkar því það spilar stórt hlutverk í mótun samfélagsins sem og pólitíkinnar sem finnst í tölvuleiknum.

Nánar um þetta má lesa í viðtali hjá PCGamesN en enginn staðfestur útgáfudagur hefur enn verið gefinn upp.mbl.is