Kóngurinn krýndur á Discord

Rocket League.
Rocket League. Grafík/Psyonix/Rocket League

Hátignakeppnin í Rocket League var haldin á sunnudaginn en hún er einstaklingsmót þar sem keppt var um titilinn 1v1-kóngur eða 1v1-drottning á Discord-rás íslenska Rocket League samfélagsins.

Mótið hófst klukkan 17:00 á sunnudagskvöldið og stóð EmilVald uppi sem sigurvegarinn og hlýtur því titilinn 1v1-Kóngur þetta árið en hann sigraði einnig Hátignakeppnina á síðasta ári.

Í öðru sæti lenti Vaddimah og DanniJuice hampaði því þriðja. Fengu þeir allir medalíu fyrir árangur sinn í mótinu en þetta er í fyrsta skiptið sem RLÍS, Rocket League Ísland, gefur medalíur fyrir efstu sætin. 

mbl.is