Safnaði um hálfri milljón fyrir Píeta

Frá vinstri; Rósa Björk, Þorsteinn Friðfinns, Rakel Ása, Eðvarð Þór, …
Frá vinstri; Rósa Björk, Þorsteinn Friðfinns, Rakel Ása, Eðvarð Þór, Bjarni Þór, Jóhann Hinrik og Atli Már. Ljósmynd/Aðsend

Rósa Björk Einarsdóttir „Rosagoonhunter69“ hélt styrktarstreymi um helgina þar sem hún safnaði fé fyrir Píetasamtökin.

Ákvað hún að efna til styrktarstreymis til heiðurs bróður sínum, Finnboga Má, sem féll fyrir eigin hendi árið 2007.

Giskaði á hálfa milljón

Streymdi Rósa í heilan sólarhring og með frjálsum framlögum frá áhorfendum og fyrirtækjum tókst henni að safna 1,4 milljónum íslenskra króna.

Það var náttúrlega algjör hápunktur kvöldsins að hafa náð einni milljón í söfnun fyrir samtökin þegar mitt allra hæsta gisk var 500 þúsund,“ segir Rósa í samtali við mbl.is.

„Svo á endanum náðum við ennþá meiri pening og enduðum á að safna í heild um 1,4 milljónum króna!“ 

Skemmti áhorfendum í sólarhring

Tók Rósa ýmsum áskorunum í gegnum streymið og fóru þær eftir framlögum áhorfenda og má nefna að hún skellti sér meðal annars í búning Magga úr kvikmyndinni Skrímsli hf. og dansaði, auk þess að takast á við kanilskeiðar-áskorunina, en þá borðuðu þau Bjarni Þór, leikmaður úr Dusty, teskeið af kanil.

Rósa spilaði líka tölvuleiki á borð við Fortnite og Counter-Strike í beinni útsendingu ásamt því að fá til sín marga áhugaverði gesti og gáfu þau kassa af orkudrykknum Nocco.

„Þetta var hápunktur lífs míns 100% og ég mun aldrei gleyma þessu.“

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is