Byrjaði að streyma í einangrun

Skjáskot úr streyminu hennar Marínar.
Skjáskot úr streyminu hennar Marínar. Skjáskot/Twitch

Samfélag kvenna í tölvuleikjum verður sífellt sýnilegra eftir því sem að konur eru duglegri við að láta sjá sig og taka þátt.

Marín Eydal er nýliði í tölvuleikjastreymun en hún hóf að streyma frá tölvuleikjum er hún var í sautján daga sóttkví og einangrun fyrr í mánuðinum. Hún hefur þó verið að spila tölvuleiki í mörg ár og segir margt skemmtilegt vera framundan hjá henni.

„Ég byrjaði að streyma í fyrsta skiptið síðustu helgi og er núna komin með yfir þúsund áhorf á streymið,“ segir Marín í samtali við mbl.is en hún streymir á Twitch undir nafninu Mjamix.

Í umræddu streymi spilaði hún tölvuleikinn Dead By Daylight og gaf áhorfendum einnig rútu af bjór og vonast til að hvetja aðrar konur til þess að vera virkari í tölvuleikjasamfélaginu.

Hér að neðan má horfa á fögnuðarstreymið hennar Marínar.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert