Pizzuveisla í Fortnite

Pizzur má finna víðsvegar um eyjuna í Fortnite.
Pizzur má finna víðsvegar um eyjuna í Fortnite. Grafík/Epic Games

Þar sem að pizzastaðurinn í skökku turnunum í Fortnite er ekki lengur þakinn snjó geta leikmenn haldið upp á pizzu veislur. 

Eyjan í Fortnite er hlaðin pizza kössum sem dreifðir eru um hana alla og geta leikmenn opnað kassana og haldið upp á pizzu veislu með liðsfélögum sínum. Með því að borða eina sneið fyllist á skjaldar- og heilsumæli leikmanna á sama tíma.

Pizzurnar kallast Slurpshroom Pizza og eru frá Uncle Pete's pizzastaðnum, hægt er að finna þessi góðgæti í kistum, fjársjóðum eða jafnvel á jörðinni um eyjuna. Einnig er hægt að kaupa þær frá Tomatohead sem eer staðsettur hjá Greasy Grove.mbl.is