Game Of Thrones tölvuleikur í bígerð

Skjáskot/YouTube

Netmarble og HBO vinna saman að tölvuleik sem byggður er á Game of Thrones og mun hann vera spilanlegur á snjallsímum.

Leikurinn verður svokallaður MMO leikur þar sem að leikmenn byrja í Westeros og upplifa söguna í ævintýralegum opnum heim.

Ósögð ævintýri

Game Of Thrones MMO leikurinn mun sýna leikmönnum sögu sem ekki hefur verið sögð áður og var ekki sýnd í sjónvarpsþáttunum. Samkvæmt Netmarble mun leikurinn „blanda saman djúpri upplifun eins leikmanns og stórkoslegri upplifun fjölspilunar í stórum stíl“.

Þessi væntanlegi leikur verður gerður með Unreal Engine 5 og mun skila leikjatölvu-gæðum í snjallsíma á sama tíma og hann færir ítarlegar myndir af samræðum á milli persóna og sýnir breytilegt veður á hverri mínútu.

Saga leiksins mun höfða til aðdáenda upprunalegu seríunnar og setja þá í mið átök persónanna í hinum stóra heimi Westeros samkvæmt TechCodex.

Óvíst hvenær hann kemur

Engar upplýsingar liggja fyrir um hvenær útgáfudagurinn fyrir leikinn verður settur og eins hefur engin opinber vefsíða fyrir leikinn sjálfan verið sett upp enn sem komið er.

Hér að neðan má horfa á stiklu sem birt var til kynningar um leikinn.

mbl.is