Kláraði Halo án þess að hljóta skaða

Halo þáttaröð hefst á nýju ári.
Halo þáttaröð hefst á nýju ári. Skjáskot/YouTube

Halo hraðhlaupari birti nýlega myndband af sér að spila og klára tölvuleikinn Halo Infinite með erfiðustu stillingunni án þess að fá nokkuð högg á sig í gegnum hlaupið.

Tom, einnig þekktur sem Simply & Slick, fór í gegnum Halo Infinite án þess að fá eitt högg á sig en hann hefur áður deilt myndböndum þar sem hann tekur á vinsælum leikja áskorunum sem snúa að hraðhlaupum (e. speedrunning). 

Tom birti myndband af bestu tilþrifum sínum á YouTube ásamt myndbandi í fimm pörtum þar sem sýnt var hlaupinu í heild sinni.

Hlaupið tók um sjö klukkustundir að klára og var það byggt á einni reglu. Reglan var sú að í hvert skipti sem Tom fékk högg á sig, drap hann sig og með því endurlífgaðist hann þar sem leikurinn vistaðist síðast. 

Í endann hafði hann drepið sig 239 sinnum til þess að komast í gegnum leikinn án þess að hljóta skaða, tæknilega séð.

Hér að neðan má horfa á myndbandið sem sýnir hans helstu tilþrif í gegnum þetta skaðalausa hraðhlaup.

mbl.is