Gáfu 765 milljón eintök

Epic Games.
Epic Games. Grafík/Epic Games

Epic Games heldur áfram að auka við vinsældir sínar og skýrði nýlega frá því að verslun Epic Games býr nú að 194 milljónum notenda.

Fyrirtækið birti tilkynningu þar sem seinasta árið var gert upp og kemur þar fram að verslunin býr að 194 milljónum notendum en það er 34 milljónum einstaklingum fleiri heldur en árið 2020.

Notendur sem eru virkir daglega náði nýjum hæðum þegar þeir mældust 31,1 milljón sama daginn en alls hafa 13,2 milljónir einstaklinga verið virkir samtímis.

Í desember voru virkir notendur yfir mánuðinn 62 milljónir talsins en það er 11% aukning frá því árið 2020 en þá voru alls 62 milljónir einstaklinga sem höfðu verið virkir desembermánuðinn.

Auk þess að fullt af fólki var virkt í búðinni á síðasta ári hafði það einnig eytt gríðarlegum pening og verslað mikið. Epic segir að verslunin hafi þénað í kringum 840 milljónir bandaríkjadali en það gera tæplega 109 milljarða íslenskar krónur.

Sem stendur eru 917 tölvuleikir í boði í vefverslun Epic Games og eru það tvöfalt fleiri heldur en árið 202. Sumir tölvuleikir eru fríir og voru 89 titlar gefnir til leikmanna í gegnum árið 2020 og 765 milljón eintök af ókeypis leikjum voru sóttir af leikmönnum.

Óhætt er að segja að Epic Games hafi átt farsælt ár og mun það halda áfram að gefa fría leiki til leikmanna.

mbl.is