Tölvuleikur samþykktur sem læknismeðferð

EndeavorX er fyrsti tölvuleikurinn til þess að vera samþykktur sem …
EndeavorX er fyrsti tölvuleikurinn til þess að vera samþykktur sem læknismeðferð. Skjáskot/Akili Interactive

Akili Interactive, fyrirtækið á bak við fyrsta tölvuleikinn til að hljóta samþykki sem læknismeðferð, tilkynnti í fyrradag að það muni fara opinberlega í gegnum samruna við Social Capital Suvretta Holdings Corp, sem er rekið af Chamath Palihapitiya, fyrrverandi framkvæmdastjóra Facebook. Samningurinn metur félagið á einn milljarð dala.

Matvæla- og lyfjaeftirlitið samþykkti vöru frá Aikili Interactive, tölvuleik sem heitir EndeavorRX og er hann notaður er til að meðhöndla ADHD hjá börnum. Fyrirtækið vinnur enn að fullri markaðssetningu leiksins en sagði að um eitt þúsund læknar hafi nú þegar skrifað lyfseðla fyrir leikinn hingað til.

Fyrirtækið er einnig með ýmis önnur verkefni í pípunum. Í skjali sagði það að það væri að vinna að því að auka ADHD meðferðina til stærri hópa, á borð við fullorðna og yngri börn.

Það er líka að rannsaka leiðir til að auka notkun tækninnar í sambandi við fólk á einhverfurófinu, með þunglyndi og til þess að auka minni.

Vísindamenn eru einnig að skoða hvort að EndeavorRX gæti hjálpað fólki sem fékk Covid flensuna í apríl 2021.

Hér að neðan má horfa á kynningarstiklu tölvuleiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert