Aðdáendur óánægðir með Cortönu

Cortana í Halo þáttaröðinni.
Cortana í Halo þáttaröðinni. Skjáskot/YouTube

Nýja streymisveitan frá ViacomCBS, Paramount+, hefur gefið út fyrstu og almennilegu stikluna frá nýju þáttaröðinni um Halo.

Þáttaröðin, sem mun koma út seinna á þessu ári, hefur verið ein af þeim hlutum sem áhugamenn Halo hlakka mest til en Halo vörumerkið hefur lifað í tuttugu ár.

Í gegnum árin hafa leikmenn fengið að upplifa heim Halo er þeir spila sem Master Chief. Hinsvegar í fyrsta skiptið núna mun Halo heimurinn færa sig yfir á hvíta tjaldið og sýnir stiklan stuttlega frá því hverju má vænta af þáttaröðinni.

Séð persónuna þróast

Stiklan sýnir frá fjöldamörgum vopnum og eins sést í Master Chief, sem leikinn er af Pablo Schreiber, þar sem hann skartar sínum goðsagnakenndu brynklæðum.

Þrátt fyrir að meirihlutinn af hasarnum og hlutunum innan þáttaraðarinnar líti vel út þá eru aðdáendurnir óánægðir með lykilmann Chief AI, Cortana.

Í heim tölvuleikja er Cortana sennilega ein frægasta AI persóna allra tíma og hafa aðdáendur séð hana þróast í gegnum fjöldann af Halo leikjunum.

Breyst mikið í gegnum árin

Þegar fyrst var greint frá verkefninu vildu aðdáendur að sjónvarpsþættirnir myndu færa persónunni hennar ákveðið réttlæti með útliti og rödd. Þess vegna voru þeir ansi glaðir þegar í ljós kom að Jen Taylor, sem talaði fyrir Cortönu undanfarin tuttugu ár í tölvuleikjunum, fengi að endurtaka hlutverk sitt í þáttaröðinni.

Hinsvegar virðast þeir nú óánægðir með Cortönu eftir að hafa fengið að sjá glitta í hana í sýnisstiklunni og láta þeir misfleyg orð falla á samfélagsmiðlaforritinu Twitter.

Cortana hefur breyst mikið í gegnum árin. Í tölvuleikjunum hefur hún alltaf verið bláleit heilmynd og kemur það því á óvart að hún skuli vera í mannsmynd í sjónvarpsþáttaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert