Ísland þriðja best í Evrópu

Beau Monde Cohort er íslenska landsliðið í Overwatch.
Beau Monde Cohort er íslenska landsliðið í Overwatch. Grafík/Karl Vinther

Evrópukeppnin í Overwatch, OWEX, fór fram um helgina og tóku Íslendingar þátt í henni sem liðið Beau Monde Cohort, BMC.

Eins og svo oft áður þá skara Íslendingar framúr í því sem þeir taka sér fyrir hendur og eru Overwatch leikmennirnir okkar engin undantekning þar en BMC lenti í þriðja sæti í Evrópukeppninni.

Hefðu átt að lenda í öðru

BMC spilaði upp á þriðja sætið gegn þýska liðinu JumboSchreiner og gekk hann mjög vel. Leikmenn BMC höfðu gefið sér að leikurinn yrði auðveldur og tóku honum því rólega.

„Við hefðum átt að vera í öðru sæti en single elimination þýddi að við gátum lent á móti besta liðinu snemma. Munich Esports var langbesta liðið og við vorum bara óheppnir að lenda á móti þeim í fjögurra liða úrslitum,“ segir Hafþór Há­kon­ar­son „Hafficool“, leikmaður í BMC, í samtali við mbl.is.

„Þetta eru allt spilarar í kringum 10 í ranked svo það að við gátum gert leikina ágætlega er bara flott.“

Bíða spenntir

Næst á dagskrá hjá liðinu er að bíða eftir að Open Division keppnin byrjar en með henni gefst BMC færi á að vinna sig upp í Contenders mótaröðina.

Ekki er komin dagsetning á það hvenær Open Division keppnin byrjar og mun BMC taka sér hlé frá æfingum þangað til að nær dregur.

Hér að neðan má horfa á úrslitaleik BMC gegn JumboSchreiner upp á þriðja sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert