Fagnað nýju ári í Valorant

Skjáskot/Riot Games

Nýtt tunglár hófst í gær og er það ár tígrisdýrsins, vatna tígrisdýrsins. Valorant leikmenn geta tekið þátt í fögnuði nýs árs með glænýjum vörum í versluninni sem litast af ári tígrisdýrsins auk þess að geta fengið sérstakan viðburðspassa fyrir tungl fögnuðinn.

Nýju tígrisdýravörurnar innihalda nýja búninga og þrjú gjaldfrjáls verðlaun fyrir leikmenn sem nýta passann á meðan hann er enn aðgengilegur.

Búningar fást fyrir Phantom, Shorty, Spectre, Operator og einnig er nýr melee búningur. Öll vopnin eru með svörtum og rauðum blæbrigðum ásamt gylltu ívafi. Opinberi Valorant aðgangurinn á Twitter tísti frá þessu.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is