Sterkari byrjun en hjá Halo Infinite

Dying Light 2: Stay Human.
Dying Light 2: Stay Human. Grafík/Techland/Dying Light 2

Dying Light 2 hefur notið mikilla vinsælda strax eftir að hann kom út, þann 4. febrúar, og segja þróunaraðilar hjá Techland að vegna gífurlegrar aðsóknar í leikinn hafi komið upp vandamál á netþjónum.

Samkvæmt SteamDB hafa tæplega 275.000 leikmenn spilað samtímis í gegnum Steam þegar sem mest lét á en það var á sunnudaginn.

Til samanburðar tísti Benji-Sales frá því að Dying Light náði fleiri leikmönnum inn samtímis við útgáfu heldur en Halo Infinite, sem fór einnig af stað með látum.

Halo Infinite bjó að rúmlega 272.000 virkum leikmönnum samtímis á móti tæplega 275.000 virkum leikmönnum samtímis í Dying Light.

Aðalhönnuður Dying Light 2, Tymon Smektala, svaraði leikmanni á Twitter varðandi uppröðun uppfærsla á leiknum og minntist á hvernig aðsóknin í leikinn hafði áhrif á netþjónana.

„Við erum að laga samvinnuvandamálin (e. co-op) fyrst, aðsóknin sprengdi Sony/Microsoft/Epic netþjónana. Ferðaveiki (e. motion sickness) verður tekin fyrir í fyrstu uppfærslu,“ segir í tísti Smektala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert