Láta hinseginfælni ekki stoppa sig

Sims 4 Wedding Stories.
Sims 4 Wedding Stories. Grafík/Electronic Arts/Sims 4

Nýjasti aukapakkinn frá Sims 4, Wedding Stories, sem áður var tilkynnt um að yrði ekki gefinn út í Rússlandi vegna alríkislaga gegn hinsegin fólki verður nú gefinn út í Rússlandi þrátt fyrir allt.

My Wedding Stories er aukapakki í Sims 4 sem gerir notendum kleift að skipuleggja brúðkaup í smáatriðum. Markaðssetning aukapakkans sneri að brúðkaupi tveggja kvenna, Dominique og Camille. 

Engar málamiðlanir gerðar

Upphaflega sögðu EA og þróunaraðilinn Maxis að vegna alríkislaga í Rússlandi yrði pakkinn ekki gefinn út í Rússlandi, það myndi knýja þau til þess að breyta öllum söguþræðinum og gera málamiðlanir á þeim gildum sem þau hafa fyrir brjósti sér.

Síðan þá hefur Sims samfélagið verið að tjá sig um málið og nota myllumerkið „weddingsforrussia“ og bent á að Sims 4 hefur nú þegar búið að hinsegin valmöguleikum - auk þess að vera merktur fyrir átján ára og eldri í Rússlandi.

Hugsanleg uppreisn

Óljóst er hvort upphafleg ákvörðun EA hafi tengst áhyggjum af því að pakkningin eða markaðssetning hennar myndi leiða til lagalegra vandræða fyrir fyrirtækið, eða hvort ákvörðunin hafi verið tekin sem mótmæli eða af öðrum ástæðum.

Í tilkynningu frá EA og Maxis segir að Sims 4 Wedding Stories aukapakkinn verði gefinn út í Rússlandi þrátt fyrir allt.

Aukapakkinn verður gefinn út þann 23. febrúar - um heim allan.mbl.is