Dota 2 uppfærður á réttum tíma

Primal Beast í Dota 2.
Primal Beast í Dota 2. Grafík/Valve

Fyrirtækið Valve kom leikmönnum Dota 2 á óvart í gær þegar uppfærsla 7.31 á leiknum fór í loftið á réttum tíma, en Valve hefur oft verið nokkuð frjálslegt hvað tímasetningar varðar.

Skömmu fyrir útgáfu uppfærslunnar fengu leikmenn að sjá endurgerð á Techies og kom það í uppfærslunni ásamt öðru nýju efni. 

Ný hetja sem breytir öllu

Ný hetja, Primal Beast, er nú spilanleg með nýju uppfærslunni en með henni fylgja breytingar á skógarbúðum (e. jungle camps).

Með komu Primal Beasts fá nokkrar skógarverur nýja eiginleika auk þess að þær kunna að birtast á nýjum stöðum. Breytingarnar eru hannaðar til þess að auka fjölbreytni innanleikjar.

Varningsverslunin býður upp á þrjá nýja hluti en á móti hafa fjórir hlutir verið teknir úr versluninni.

Þurfa að aðlaga sig

Til viðbótar hafa nánast allar hetjur Dota 2 sætt einhverjum breytingum með nýju uppfærslunni og munu því leikmenn þurfa að aðlaga spilun sína að einhverju leyti upp á nýtt í takt við nýju uppfærsluna.

Nánari upplýsingar um uppfærsluna má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert