Kort á netinu auðveldar leikmönnum

Kort af The Lands Between í Elden Ring.
Kort af The Lands Between í Elden Ring. Grafík/FromSoftware

Sérstakt kort af The Lands Between í Elden Ring er aðgengilegt leikmönnum í gegnum vafra. Getur það nýst vel til þess að ná forskoti í leiknum eða jafnvel bara til þess að ná betri tökum á staðnum.

Kortið býr að öllum staðsetningun, hlutum, óspilanlegum persónum, uppfærslubúnaði, stjórum og fleiru innanleikjar.

Hægt að sía upplýsingar

Kortið má finna á wiki síðu Elden Ring og hægt er að notast við leitarsíu á kortinu sem flettir upp ákveðnum hlutum eftir beiðni.

Kortið er þess eðlis að það er yfirstandandi verkefni, þar sem að leikurinn getur til dæmis uppfærst og geta staðsetningar því verið ögn breytilegar. 

Elden Ring býr ekki að smákorti eins og tíðkast í mörgum öðrum leikjum, heldur áttavita og korti í fullri stærð sem þekur allan skjáinn þegar það er opnað. Getur því þetta kort á netinu því aðstoðað leikmenn við leit að sérstökum hlutum þegar spilað er.

mbl.is