Óska eftir starfsfólki við þróun á Warzone

Skjáskot af vefsíðu Call of Duty.
Skjáskot af vefsíðu Call of Duty. Skjáskot/callofduty.com

Ný herferð til þess að stækka teymið á bakvið Call of Duty staðfestir útgáfu Warzone fyrir farsíma. 

„Hjálpið okkur að byggja Call of Duty: Warzone fyrir farsíma,“ segir fyrirsögn tilkynningar frá Call of Duty þróunaraðilum sem skýrir frá glænýjum AAA farsímatölvuleik sem teymið er að vinna að.

Skapa glænýja upplifun

„Við erum að búa til glænýja AAA farsíma upplifun sem mun færa leikmönnum okkar sem eru á ferðinni spennuna og stórfenglega hasarinn sem Call of Duty: Warzone hefur að geyma,“ segir í tilkynningunni.

Ýmis atvinnutækifæri eru í boði sem tengjast gerð Warzone fyrir farsíma og meðal þeirra eru stöður sem snúa að framleiðslu, verkfræði, hönnun, list, markaðssetningu og fleira.

Teymið leitar að hæfileikaríkum leikjahönnuðum jafnt sem ástríðufullum aðdáendum til þess að hjálpa við að skapa „næstu heimsklassa farsímaleikjaupplifun“ fyrir aðdáendur sína.

Nánar um þetta má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert