Stilling ljósa í takt við atburði í Sims

Logitech hefur samstarf með þróunaraðilanum Maxis varðandi Sims 4.
Logitech hefur samstarf með þróunaraðilanum Maxis varðandi Sims 4. Grafík/Logitech/EA

Fyrr í vikunni tilkynnti Logitech að Lightsync vörurnar frá fyrirtækinu geti nú sameinast tölvuleiknum Sims 4 eftir að samstarf hófst á milli Logitech og þróunaraðilans Maxis. 

Í framhaldi nokkurra uppfærsla mega Sims 4 leikmenn, sem notast við Lightsync vörur, búast við því að ljósastillingar Lightsync varanna verði samstillt tilfinningum Sims persóna sinna og annarra atburða innanleikjar.

Lýsa í takt við leikinn

Í bloggfærslu skýrir Logitech frá því hvernig tölvuleikjabúnaðurinn frá fyrirtækinu bregst við atburðum innanleikjar, eins og þegar kveikt er á Sims 4 eða þegar biðskjárinn sem kemur þegar ferðast er á milli staða er uppi.

Einnig munu Lightsync vörur lýsa á sérstakan hátt þegar leikmenn heimsækja einhvern af leyndu heimunum sem tölvuleikurinn býður upp á, en þá er lýsingin samstillt þemanu sem staðurinn býr að.

Fagna samstarfi

Þessi litríki eiginleiki ætti að virka á öllum vörum sem styðja við Lightsync og því ekki aðeins bundið við lyklaborð. 

Til þess að fagna samstarfinu ákváðu fyrirtækinu að fara af stað með keppni sem kallast The Sims x Logitech G Expression Challange. Í verðlaun eru tvö Logitech G733 tölvuleikjaheyrnatól sem innblásin eru af Sims 4 ásamt sérstöku tölvuleikjalyklaborði og mús.

mbl.is