Breytingar á lífum nágranna

Persónur úr tölvuleiknum Sims 4.
Persónur úr tölvuleiknum Sims 4. Grafík/EA Games/Sims 4

Væntanlegar nágrannasögur (e. neighbourhood stories) sem verða innleiddar í Sims 4 fljótlega með uppfærslu mun breyta lífinu fyrir nágranna leikmanna innanleikjar.

Í bloggfærslu sem birt var í gær fer Maxis yfir væntanlega uppfærslu, nágrannasögur, og hvernig hún mun breyta lífinu fyrir nágranna leikmanna og ræðir smáatriðin sem uppfærslan býður upp á.

„Fyrsta stóra viðbótin eru breytingar á lífinu hjá öllum nágranna Simsun, með eða án nokkurra tengsla við spilaða heimilið,“ segir í færslunni.

Geta ættleitt eða dáið í slysförum

Breytingarnar geta falið í sér að nágrannar kunna að kjósa að ættleiða unga Simsa, skipta um starfsferil eða fara á ellilífeyri, taka að sér gæludýr eða jafnvel deyja í kjölfarið á einhverskonar slysi.

Maxis leggur áherslu á að þessi slys eru bundin við mismunandi áhættuþætti eins og aldur fórnalambsins, persónueinkenna Simsanna eða jafnvel starfsferils.

„Allar þessar lífsbreytingar gefa nágranna Simsum ríkara líf og meiri fyllingu, sem þróast með tímanum. Þau alast upp í fjölskyldu, byrja að vinna, flytja burt, ala upp börn og að lokum deyja (hugsanlega fyrir þeirra tíma),“ segir í færslunni.

Hægt að breyta í stillingum

Leikmenn hafa þó einhverja stjórn á þessum lífsviðburðum nágranna sinna með því að fikta í stillingunum. Hægt er að velja hvaða lífsbreytingar nágrannar geta upplifað eða ekki upplifað.

Fyrir þá sem vilja ekki spila með nágrannasögum yfir höfuð verður hægt að slökkva alveg á því í stillingum.

Að lokum segir í bloggfærslunni að nágrannasögur spilast hvort sem að leikmaðurinn er nálægt þeim eða ekki.

Hægt verður að fylgjast með hvað er í gangi hjá nágrönnunum í gegnum „Check Recent Neighbourhood Stories“ takkann sem verður að finna í öllum póstkössum innanleikjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert