Gátu ekki tapað leik

Alfreð Leó Svansson, einnig þekktur sem allee.
Alfreð Leó Svansson, einnig þekktur sem allee. Ljósmynd/Aðsend

Alfreð Leó Svansson er 28 ára gamall rafíþróttamaður en hann er einnig þekktur sem allee.

Alfreð keppir í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive með rafíþróttaliðinu Þór á Akureyri en það er einn vinsælasti fyrstu persónu skotleikur allra tíma. Sem stendur er lítið á döfinni hjá Alfreð annað en deildarleikir.

Hugsanlega síðasta tímabilið

Hann hefur verið að stunda rafíþróttir frá árinu 2014 en telur líklegt að þetta tímabil verði hans síðasta í keppnissenu CS:GO. Hinsvegar þá segir hann að verði spilað með best-af-þremur í deildarleikjum þá muni hann íhuga að spila annað tímabil.

Eins og er fer hann ekki eftir neinni sérstakri æfingarútínu en mætir þó „ískaldur í deildarleik eftir vinnu“.

Fyrstu persónu skotleikir höfða mikið til hans og segir hann CS:GO vera sinn uppáhaldsleik en tölvuleikurinn Battlefield 3 var fyrsti leikurinn sem hann spilaði.

Streymir ekki vegna feimni

Tímabilið Hafið er honum sérstaklega eftirstætt úr heimi tölvuleikja en það var þá sem þeir einfaldlega „gátu ekki tapað leik“.

Alfreð er ekki að streyma og segir feimni standa í vegi fyrir því, en hann lokar þó ekki á möguleikann og gæti hugsanlega byrjað að streyma í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert