Skráning opin í Beta-útgáfu

Overwatch 2 kemur út á næsta ári.
Overwatch 2 kemur út á næsta ári. Grafík/Blizzard

Lokaða Beta-útgáfan af Overwatch 2 hefst opinberlega þann 26. apríl samkvæmt yfirlýsingu sem Blizzard Entertainment gaf út á föstudaginn.

Þróunaraðilarnir hafa einnig staðfest nokkur smáatriði á borð við kröfur um að eiga leikinn til þess að vera hæfur í fyrsta lokaða Beta viðburðinn. Lokaða Beta útgáfan aðeins aðgengileg þeim sem spila í gegnum PC-tölvu en í framtíðinni mun prufuspil í leiknum eins og þetta einnig fram á leikjatölvum 

Til þess að taka þátt í lokuðu Beta-útgáfunni af Overwatch 2 þarf að skrá sig inn og fylgja þessum hlekk, Blizzard mun svo hafa samband við valda einstaklinga varðandi viðburðinn.

Í Overwatch 2 verða miklar breytingar en stærsta breytingin er eflaust sú að liðin verða einum leikmanni færri, þá verður spilað með fimm manna liðum í stað sex. Búist er við því að leikurinn verði gefinn út einhvern tíman á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert