Brúðkaupið í World of Warcraft-þema

Jamie Lee Curtis.
Jamie Lee Curtis. AFP

Leikkonan Jamie Lee Curtis, sem m.a. lék í Halloween myndunum og Freaky Friday, sér um brúðkaup dóttur sinnar en brúðkaupið verður í World of Warcraft-þema.

Jamie Lee Curtis skýrir frá þessu í nýlegum þætti hjá Jimmy Kimmel en þar segir hún að öll athöfnin fer fram í World of Warcraft-þema. Dóttir hennar átti þó sjálf hugmyndina að því að klæða sig upp sem galdrakonan Jaine Proudmoore, sem er höfðingi Kul Tiras ríkinu í leiknum.

Curtis útskýrir fyrir Kimmel hvað búningaþema eða „cosplay“ er áður en hún greinir frá því að vandamál virðast snúa að hennar búning.

Í ljós kom að saumakonan sem Curtis fann á Etsy býr í Rússlandi, svo búningurinn hennar gæti hugsanlega ekki komist til skila í tæka tíð.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

mbl.is