Selja 117 pör af Master Chief stígvélum

Wolverine gefa út stígvél í anda Halo.
Wolverine gefa út stígvél í anda Halo. Ljósmynd/Wolverine

Það bætist í listann yfir sérhannaðan varning í anda Halo en Wolverine tilkynnti um ný stígvél sem hönnuð eru með Master Chief í huga.

Allskyns varningur hefur áður verið gerður í anda Halo, varningur á borð við viskýglös og karöflu og eins körfuboltatreyjur og sérsniðna fjarstýringu frá körfuknattleiksliðinu LA Lakers

Fagna með nýjum stígvélum

Wolverine tilkynnti um ný stígvél sem innblásin eru af Master Chief til þess að fagna útgáfu Halo-þáttana sem sýndir eru á Paramount+. 

Brátt geta því aðdáendur Halo einnig klætt sig upp sem ein aðalpersónan í leiknum en stígvélin fara í sölu á morgun. Stígvélin eru dökkgræn og búa að ýmsum smáatriðum sem heiðra bæði Halo-seríuna í heild sinni og Master Chief.

Til dæmis er að finna töluna 117 á vinstri hælnum og Wolverine mun aðeins gefa út og selja 117 pör af stígvélunum. Svo þeir sem hyggjast ætla að kaupa par þurfa að hafa hraðann á þegar stígvélin verða aðgengileg til kaups.

Nánar um þetta má lesa hjá PCGamer.

mbl.is