Elden Ring skeytt saman við Tekken

Elden Ring og Tekken hefur verið skeytt saman. Hægt er …
Elden Ring og Tekken hefur verið skeytt saman. Hægt er að spila persónur Elden Ring í tölvuleiknum Tekken með sérstöku moddi.

Bardagaleikurinn Tekken og tölvuleikurinn Elden Ring eiga fátt sameiginlegt, þrátt fyrir það er í boði að blanda þessum leikjum saman með nýju „moddi“ frá Ultraboy.

Moddpakkinn, The Ultimate Elden Ring, skiptir út átta Tekken 7-persónum fyrir sambærilega Elden Ring-persónur. 

Lidia verður að Melinu, Kunimitsu verður að Maleniu, Heihachi verður að humrinum og Gigas verður að Alexander. Lee verður að Prisoner, Marduk verður að Radahn, Kazuya fær Ragin Wolf brynklæðin, Kazumi verður að Ranni og tígrisdýr Kazumi að tvíhyrnda hestinum Torrent.

Hægt er að nálgast moddpakkan á Tekken Mods en hér að neðan er kynningarmyndband sem sýnir frá því hvernig þeta lítur allt saman út.

mbl.is