Forseti Frakklands stofnar Minecraft-netþjón

Forseti Frakklands stofnaði Minecraft-netþjón sem hluta af kosningarherferð sinni.
Forseti Frakklands stofnaði Minecraft-netþjón sem hluta af kosningarherferð sinni. Skjáskot/Twitter/avecvous

Franski forsetinn, Emmanuel Macron, tekur stórt skref inn í hinn stafræna heim tölvuleikja og býður Minecraft-spilurum að heimsækja Minecraft-netþjóninn sinn sem hluta af kosningarherferðinni sinni.

Minecraft-rásin var opinberuð með tísti á Twitter-aðganginum avecvous, sem þýðir „með þér“ á íslensku en það er slagorð Macrons í þessum kosningum.

Skartar Élysée höllinni

Leikmenn sem heimsækja netþjóninn birtast á einskonar bæjartorgi, sem stundum býr að Among Us-persónum. Þegar svæðið er kannað betur má sjá Élysée höllina, þar sem forsetinn býr á meðan hann er við völd.

Byggingin kemst ekki öll fyrir þar sem hún er gríðastór, en það sést þó í hluta af henni. Þó það sé ljóst hver byggingin á að vera skortir glæsileika byggingannar í raun.

Svipast um á svæðinu

Í byggingunni eru nokkur skilti auk skrifstofufólki sem hægt er að eiga einhver samskipti við, en aðaláhersla netþjónsins virðist leggja áherslu á bæjartorgið og svæðið í kringum það.

Netþjónninn býr einnig að fjöldanum öllum af plakötum sem til auglýsingar um Macron og eins má finna par sem vekur sérstaka athygli á komandi viðburði sem hann heldur.

Þessi Minecraft þjónn er uppfullur af veggspjöldum sem auglýsa Macron, þar sem par gefur sérstaka athygli á komandi samkomu sem hann heldur.

Gæti orðið til trafala

En óvíst er hversu árangursrík þessi nálgun Macron verður þar sem að stór hluti leikmannahópsins í Minecraft hefur enn ekki náð kosningaraldri.

Það var svipuð nálgun hjá forsetanum Joe Biden sem leiddi til þess að maðurinn hlaut bann í leiknum Animal Crossing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert