Mun fela í sér alla stóru titlana

Hægt er að gerast áskrifandi að PlayStation Plus og öðlast …
Hægt er að gerast áskrifandi að PlayStation Plus og öðlast með henni ýmis fríðindi og aðgengi að tölvuleikjum. Skjáskot/PlayStation

Miklum breytingum má vænta á PlayStation Plus-áskriftarþjónustunni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jim Ryan, í hlaðvarpsþætti að tölvuleikjasafn þjónustunnar mun búa að „öllum núverandi stóru titlunum“.

Í opinberu PlayStation-hlaðvarpi var Ryan spurður út í leikina sem myndu koma með nýjum útgáfum áskriftarþjónustunnar, sem verður þríþætt en sú dýrasta mun búa að yfir 700 tölvuleikjum.

Öll stóru nöfnin með í spilinu

„Ég ætla að spila mig aðeins erfiðan að ná með þetta, en ég get sagt ykkur það ykkur að kostnaðarlausu að við erum í samstarfi með gríðarlega mörgum útgefendum. Við höfum öll stóru nöfnin til staðar. Við augljóslega höfum PlayStation Studios til staðar,“ segir Ryan.

Í hlaðvarpinu skýrir Ryan einnig frá því að bæði stórir útgefendur sem og minni sjálfstæðir útgefendur eru í samstarfi með fyrirtækinu. 

Yfir 200 samstarfsaðilar

„Við erum með yfir 200 samstarfsaðila sem vinna með okkur að því að koma efninu þeirra í PlayStation Plus, svo uppstillingin verður mjög sterk.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert