Spilað sem víkingur í Fortnite

Eivör úr Assassin's Creed verður spilanleg í tölvuleiknum Fortnite.
Eivör úr Assassin's Creed verður spilanleg í tölvuleiknum Fortnite. Grafík/Epic Games

Leikmenn í tölvuleiknum Fortnite geta á morgun spilað sem tvennskonar persónur úr tölvuleikjaseríunni Assassin's Creed.

Persónurnar Ezio Auditore da Firenze og Eivör Varinsdóttir verða spilanlegar frá morgundeginum og hægt verður að velja um hvort þær séu með hettu eða ekki.

Með báðum búningum þessara persóna fylgja ýmsir aukahlutir sem tengjast Assassin's Creed en hægt er að kaupa þá í hlutaverslun Fortnite.

Einnig fylgir sérstök danshreyfing með búningunum, Eivor's Vking War Cry eða víkinga-stríðsöskur Eivörar, en þá slær Eivör með exinni í skjöldinn sinn.

Nánar um þetta má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert