Byssuóður Snoop Dogg í Call of Duty

Hægt er að spila sem Snoop Dogg í Call of …
Hægt er að spila sem Snoop Dogg í Call of Duty: Vanguard og Warzone. Grafík/Activision Blizzard

Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg er nú spilanlegur sem persóna í CoD-leikjunum Vanguard og Warzone en þar gengur hann undir nafninu „Doggfaðirinn“ eða „Tha Doggfather“.

Snoop Dogg Operator-aukapakkinn innleiðir Calvin Broadus Jr., betur þekktur sem Snoop Dogg, sem spilanleg persóna eða nýr útsendari.

Nýr söguþráður fylgir með rapparanum

Snoop Dogg-útsendarinn býr að sérsniðnum setningum sem sagðar eru með rödd rapparans, auk þess fylgir sérstakur söguþráður með honum. 

Í söguþræðinum geta leikmenn unnið sér inn ýmsa hluti eins og skart, vopn og fleira ásamt því að safna reynslustigum. 

Aukahlutir sem vísa í Kannabis-plöntuna 

Þar sem Snoop Dogg er ekki einungis þekktur og virtur tónlistarmaður, heldur einnig mikill áhugamaður um Kannabis, býr Snoop Dogg-aukapakkinn að hlutum sem vísa í plöntuna.

Má nefna til dæmis teikningu af leyniskyttu-rifflinum Bong Ripper. Riffillinn er grænn, gulur og rauður á litinn en skartar svörtum teiknimyndum af Kannabislaufi.

Einnig fylgir SMG-byssan Tha Shiznit en hún er litrík eins og Bong Ripper, nema Tha Shiznit skartar graffitíi og límmiðum. Fleiri aukahlutir sem vísa í Kannabis-plöntuna fylgja með aukapakkanum og má sjá mynd af þeim hér að neðan.

Þessir hlutir fylgja m.a. með Snoop Dogg-aukapakkanum í Call of …
Þessir hlutir fylgja m.a. með Snoop Dogg-aukapakkanum í Call of Duty. Skjáskot/Call of Duty

Hægt að kaupa nú þegar

Öll vopnin koma með „Grænni Kannabis Sporalotu“ (e. Green Weed Tracer Rounds) en þá kemur einskonar grænn reykur eða litur þegar skotið er með vopninu.

Aukapakkinn er kominn út og get áhugasamir keypt hann nú þegar, nánari upplýsingar um pakkann má finna með því að fylgja þessum hlekk.

Hægt er að spila sem Snoop Dogg í Call of …
Hægt er að spila sem Snoop Dogg í Call of Duty: Vanguard og Warzone. Grafík/Activision Blizzard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert