Sonic Origins kemur á afmælisdegi Sonic

Sonic Origins er Sonic-tölvuleikjasafn.
Sonic Origins er Sonic-tölvuleikjasafn. Grafík/SEGA

SEGA tilkynnir um útgáfudag fyrir Sonic Origins, safn af Sonic-tölvuleikjum.

Sonic Origins mun koma út á afmælisdegi Sonic, þann 23. júní, en safnið inniheldur Sonic the Hedgehog, Sonic the Hedgehog 2, Sonic 3 & Knuckles og Sonic CD.

Leikirnir endurunnir og bættir

Hver leikur hefur verið endurunninn svo hann sé í samræmi við núverandi leikjatölvur en hann kemur einnig með ferskan blæ inn í leikinn í formi endurunni grafík, nýjum eiginleikum, nýju efni, nýjum leikhömum og fleiru.

Aðaleiginleikar fela í sér klassískan ham, afmælisham sem býr að endalausum lífum, verkefnum, medalíum og safni.

Leikmenn vinna sér inn medalíur með því að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum í gegnum leikina. Svo er hægt að skipta medalíunum út fyrir nýtt efni innanleikjar.

Fríðindi fylgja lúxus-útgáfu

Hægt verður að kaupa hefðbundnu útgáfuna fyrir 39,99 bandaríkjadali, en það gera tæpar 5.200 íslenskar krónur.

Lúxus-útgáfan kostar 44,99 bandaríkjadali, en það gera tæpar 5.800 krónur. Safnið verður aðgengilegt fyrir PlayStation, Nintendo Switch, Xbox og PC-tölvur.

Nú þegar er hægt að kaupa safnið í forsölu og með því fylgja ýmis fríðindi eins og hundrað bónuskrónur, speglahamur og sérstakur bakgrunnur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert