King Kong og Godzilla berjast í CoD

King Kong og Godzilla munu berjast í stórvægilegum bardaga innan …
King Kong og Godzilla munu berjast í stórvægilegum bardaga innan tölvuleiksins Call of Duty. Skjáskot/Twitter

Tölvuleikjaröðin Call og Duty hefur unnið með ýmis víxlverkefni síðastliðið árið. Fyrr í vikunni kom t.d. út Snoop Dogg-aukapakki en núna næst mun risavöxnu górillunni King Kong og risaeðlunni Godzilla bregða fyrir í Warzone.

Godzilla og King Kong munu láta sjá sig í Caldera á meðan Operation Monarch Warzone-viðburðinum stendur yfir en Activision tilkynnti um hann í gær á Twitter.

„Haltu fast í allt sem þú átt... SKRÍMSLI ALLRA BARDAGA er á leiðinni!“ segir í tístinu en með því fylgdi myndband sem skýrir betur frá viðburðinum sem hefst þann 11. maí.

Meira en bara bardaginn

Hvernig bardaginn sjálfur fer fram er enn óvitað, en líkur eru á að hann verði svipaður og fyrri viðburðir í sama dúr - þar sem að tímabundinn hamur verður aðgengilegur þar sem Godzilla og King Kong birtast og berjast við hvorn annan á meðan fólk horfir á.

Þrír lúxuspakkar, sem innblásnir eru af King Kong, Godzilla og Mechagodzilla, verða einnig í boði samkvæmt PcGamer. Að vísu verður ekki hægt að fá búning sem breytir leikmönnum í risastóra górillu eða risaeðlu, en búningurinn mun koma til með að breyta leikmönnum í einhverskonar blending af manneskju, eðlu og apa.

mbl.is