Fara heim frá Íslandi 26 milljónum ríkari

OpTic Gaming vann Masters Reykjavík 2022 og heldur á bikarnum.
OpTic Gaming vann Masters Reykjavík 2022 og heldur á bikarnum. Ljósmynd/Colin Young-Wolff/Riot Games

Alþjóðlega stórmótið Masters Reykjavík kláraðist í gær en úrslit og undanúrslit voru spiluð um helgina.

Eftir æsispennandi úrslitaviðureign OpTic Gaming og LOUD gengu liðsmenn OpTic Gaming af sviðinu eftir 3:0 sigur.

Með því er Norður-Ameríka aftur komin á toppinn í Valorant en Sentinels flaug í gegnum Masters Reykjavík á síðasta ári. 

Fleiri milljónir í verðlaun

Liðsmenn OpTic Gaming fara því heim með tæpar 26 milljón krónur, eða 200.000 bandaríkjadali.

LOUD hlýtur því annað sætið og fer heim með 15,5 milljón krónur, eða 120.000 dali á meðan Zeta Division, sem lenti í þriðja sæti, fékk ellefu milljón krónur - sem gera 85.000 dali.

Áhorfið upp úr öllu valdi

Streymt var frá öllum viðureignum mótsins á Twitch-rásinni VALORANT og má nánari upplýsingar um stöðu mótsins með því að fylgja þessum hlekk.

Áhorfið á úrslitaviðureigninni, þegar OpTic Gaming og LOUD spiluðu, náði hámarki sínu þegar 1.066.887 áhorfendur fylgdust með streyminu á sama tíma en það er þriðja mesta áhorfið sem nokkur Valorant viðburður hefur búið að.

Aðeins fjórar viðureignir í Valorant hafa búið að einni milljón áhorfenda samtímis, samkvæmt Esports Charts en hér að neðan má sjá hápunkta gærdagsins.

Tvær frá Íslandi

Viðureignir sem fleiri áhorfendur horfðu á samtímis eru því aðeins tvær, og önnur þeirra fór einnig fram hér á Íslandi.

Viðureignin sem býr að mesta áhorfi allra tíma er sú þegar Gambit og Acend spiluðu á VCT Champions á síðasta ári, en 1.089 milljón áhorfendur fylgdust með þeirri samtímis.

Viðureignin sem Sentinels og Fnatic spiluðu á Masters Reykjavík á síðasta ári bjó að 1.086 milljón áhorfendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert