Overwatch 2 kominn í betaspil

Overwatch 2 er kominn í beta-útgáfu.
Overwatch 2 er kominn í beta-útgáfu. Grafík/Blizzard Entertainment

Overwatch 2 er kominn í opinbera beta-útgáfu frá og með deginum í dag, og Blizzard Entertainment hefur gefið upp allar viðeigandi upplýsingar um það.

Blizzard lýsti því hverju leikmenn mættu búast við með fréttafærslu. Segir þar að valdir leikmenn, sem skráðu sig í beta-útgáfuna munu byrja að fá boð í betaspilið frá og með deginum í dag.

Fleiri boð verða send þegar lengra líður á betaspilið en því lýkur þann 17. maí.

Enn hægt að skrá sig

Það er enn hægt að skrá sig í beta-útgáfuna, en það er gert hér. Til þess að vera með í betaspilinu þurfa leikmenn að vera með Overwatch settan upp í PC-tölvunni sinni. Aðeins er verið að prófa leikinn á PC-tölvum sem stendur.

Ef að leikmenn hafa fengið beta-boð en eiga ekki fyrsta Overwatch-leikinn, er hægt að hala honum niður sem ókeypis prufuáskrift á meðan betaspili stendur.

Hægt að detta í lukkupottinn

Í færslunni kemur einnig fram að aðgengi að beta-útgáfunni geti fengist í gegnum Twitch-fjársjóði, þar geta áhorfendur tiltekinna streyma á ákveðnum tímum fengið aðgang.

Listi yfir umrædda Twitch-aðganga er að finna neðarlega í fréttafærslu Blizzards.

Fleiri betaspil eru á döfinni fyrir Overwatch 2, en Blizzard hefur ekki gefið upp nákvæmar tímasetningar þeirra. Hinsvegar bendir framleiðsluverið á að leikmenn sem spila í gegnum leikjatölvur verði með í framtíðar betaspilum.

Mun þróast áfram

Blizzard segir leikmenn einnig mega búast við því að leikurinn muni þróast og fínstillast gífurlega fyrir útgáfu. Það þýðir líka að allur árangur innanleikjar í gegnum betaspilið mun ekki fylgja leikmönnum þegar leikurinn verður opinberlega gefinn út.

Í síðasta mánuði sagði Blizzard að samvinnu- og PvP-hamar í Overwatch muni koma út á sitthvorum tíma, til þess að reyna að klára fjölspilunarupplifunina aðeins fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert