Opinbera næsta Call of Duty-leik

Modern Warfare II er væntanlegur á þessu ári.
Modern Warfare II er væntanlegur á þessu ári. Grafík/Activision Blizzard

Call of Duty heldur aftur til Modern Warfare á þessu ári, titill og merki nýja leiksins var opinberaður með tísti í gær.

Í gær birti opinberi Call of Duty Twitter-aðgangurinn stríðnisstiklu, en hún afhjúpaði næsta stóra Call of Duty leik. 

Síðar á þessu ári mun Call of Duty: Modern Warfare II koma út og verður þá hægt að spila hann bæði á leikjatölvum og PC-tölvum.

„Nýtt tímabil í sögu Call of Duty er að renna upp“ segir í færslunni með stiklunni.

mbl.is