Opinbera ný áform um rafíþróttasenuna

Riot Games opinberar áform sín um rafíþróttasenu Valorant.
Riot Games opinberar áform sín um rafíþróttasenu Valorant. Grafík/Riot Games

Riot Games opinberaði ný áform sín um rafíþróttasenu Valorant sem mun standa saman af þremur alþjóðlegum deildum auk úrvalsdeildar fyrir 2023 tímabilið.

Nýja útfærslan mun fela í sér langtíma samstarf án þátttökugjalda valdra liða til þess að tryggja áframhaldandi langtímastöðugleika fyrir rafíþróttina, sem vex hvað hraðast í heiminum í dag. 

Riot Games mun fara af stað með ýmsa viðburði og koma nýjum eiginleikum á legg.

Breiða úr keppnisumhverfinu

Þrjá alþjóðlegar deildir fara af stað, þar keppa bestu lið í heimi sín á milli. Deildirnar skiptast á milli þriggja svæða, Ameríku, EMEA og Asíu. Í gegnum árið komast svo bestu liðin úr hverri deild á Mastersmót og í framhaldi af því, heimsmeistaramótið.

Ný keppnisbundinn hamur verður einnig aðgengilegur leikmönnum innanleikjar í gegnum Valorant-þjóninn, en hann er hannaður til þess að koma auga á hæfileikaríkustu leikmennina um heim allan.

Sá hamur hegðar sér eins og viðbót við núverandi stöðutöflur og færir leikmönnum markmið ofar stöðuspili (e. ranked play), sem leiðir að rafíþróttasenu Valorant.

Keyrsla nýju deildanna mun auka tækifæri fyrir leikmenn sem vilja spila sig upp á toppinn og keppa í alþjóðlegum úrvalsdeildum. Efstu liðin úr keppnishamnum innanleikjar fá tækifæri til þess að keppa á móti bestu liðunum frá sama svæði í innlendum deildum.

Grafík/Riot Games

Bjóða fjárhagslegan stuðning

Riot Games munu brjóta blað í sögu rafíþrótta með því að afsala sér aðgangs- eða þátttökugjöldum fyrir valin samtök, og koma upp langtíma samstarfsaðilum fyrir árangur.

„Með Valorant, viljum við byggja upp mest spennandi rafíþrótt nútímans ásamt best stýrðu, metnaðarfyllstu og mest spennandi liðum í geiranum. Við höfum hannað langtíma samstarf fyrir Valorant, svo lið geti blómstrað og styrkt starfssemi sína samhliða almennri grósku keppnissenu Valorant,“ segir Whalen Rozelle, yfirmaður rafíþróttarekstrurs hjá Riot Games.

„Við erum að koma upp langtíma samstarfsaðilum til þess að ná árangri með því að leggja niður þátttökugjöld fyrir ákveðin félög. Markmið okkar er að koma samstarfsaðilum okkur undanfjárhagslegum kostnaði að styðja við atvinnumenn sína og vaxandi aðdáendahópum með því að skapa ótrúlegt efni fyrir aðdáendur.“

Nýta reynslu fyrri ára

Í gegnum þetta ár mun sérstakt umsóknarferli vera opið til þess að bera kennsl á réttu langtíma samstarfsaðilana til þess að rækta Valorant senuna. Lið sem uppfylla ákveðin skilyrði munu fá fjárhagslegan stuðning frá Riot Games í formi árlegs styrks og einstakt tækifæri til að vinna saman að einstökum verkefnum og vörum innanleikjar.

„Saman, munu allir þessir þættir styðja við vistkerfi keppnissenunnar sem mun staðsetja næsta vaxtarstig Valorants,“ segir John Needham, forstjóri rafíþrótta hjá Riot Games.

„Við viljum byggja upp efsta stig keppnissenunnar sem mun gefa af sér fleiri spennandi viðureignir, nýja viðburði sem mun gleðja áhorfendur úr sal og höfða til upplifun milljóna stafræna aðdáenda. Við munum nota allt sem við höfum lært á síðastliðnum tíu árum með LoL rafíþróttina til þess að byggja vistkerfi sem mun knýja Valorant inn í næstu stóru fjölkynslóða rafíþróttina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert