Allir kynþættir geta spilað nokkra klassa

Hamingjusöm belja fagnar því að geta bráðum spilað sem Rogue.
Hamingjusöm belja fagnar því að geta bráðum spilað sem Rogue. Grafík/Activision Blizzard

Nýjasti aukapakkinn í World of Warcraft, Dragonflight, var nýlega opinberaður en hann mun m.a. kynna til leiks nýjan kynþátt og klassa. Þar að auki verður hægt að spila alla kynþætti, fyrir utan Dracthyr sem kemur með Dragonflight, sem Rogue, Mage og Prest.

Tilkynnt var um þetta í nýlegu viðtali við Brian Holinka, bardagahönnuður hjá WoW. Efnishöfundur frá WoW, MrGM tók viðtalið og streymdi á Twitch-aðganginum sínum.

Stórir hlunkar læðast um

„Meira af þessu mun koma með tímanum, en strax í 10.0 munum við gera Rogue-, Mage- og Presta-klassana spilanlega fyrir alla kynþætti. Þá geta allir farið og spilað lævíst naut og læðst um á hófunum þeirra út um allt,“ sagði Holinka.

Á meðan aðdáendur munu án efa gleðjast yfir því að geta galdrað eins og Mage, eða heilað bandamenn sína sem Prestur óháð kynþætti, þá hefur samfélagið lengi sagt brandara um Nauta-Roguea.

Það gefur augaleið að þessir risastóru blendingar af nautum og manneskjum eru ekki gerðir til þess að læðast um, þar sem þessir hlunkar ættu ekki að fara framhjá neinum vegna stærð sinnar. En Rogue-klassinn er sérhæfður til þess að læðast hljóðlátlega um og koma mótherjum sínum að óvörum.

Geta persóna verði ekki bundin við kynþátt

Hluti af ævintýralegum hlutverkaleik er þó að geta byggt upp persónu sína eftir eigin höfði, þó það þýði að einhverjar staðalímyndir kunni að brotna við það.

Holinka gaf í skyn að teymið hjá WoW myndi halda áfram að draga úr takmörkunum er varða samsetningu kynþátta og klassa.

„Ég vil ekki lofa neinu upp í ermina á mér, en okkur líður eins og við viljum færa okkur í áttina að heim þar sem kynþáttur persónanna takmarki ekki getu þeirra eða hvað þeir geti orðið í World of Warcraft.“

mbl.is