Spilar Elden Ring með barnafjarstýringu

Rudeism spilar Elden Ring með barnafjarstýringu.
Rudeism spilar Elden Ring með barnafjarstýringu. Skjáskot/Twitter/Rudeism

Streymirinn og efnishöfundurinn Rudeism spilar Elden Ring með barnafjarstýringu frá Fisher Price.

Rudeism tók sig til og stillti Laugh and Learn, Game and Learn-fjarstýringu frá Fisher Price svo hann gæti spilað Elden Ring með henni, en fjarstýringin er upprunalega hönnuð fyrir smábörn.

Gefur frá sér hljóð

Upprunalega fjarstýringin virkar þannig að þegar stýripinnarnir eru hreyfðir eða ýtt er á takkana, þá heyrist tónlist, hljóð eða frasar sem kynna tölustafi, form, liti og fleira fyrir börnum.

Rudeism tókst að stilla fjarstýringuna þannig að hún virkar eins og Xbox-fjarstýring án þess að taka út hljóðin sem fjarstýringin gefur frá sér við notkun hennar. 

„Hér er hún, Fisher Price Xbox-fjarstýringin. Hún gefur ennþá frá sér öll hljóðin sem fylgja henni, en hún getur líka spilað leiki,“ segir Rudeism í myndbandi á Twitter.

„Stýripinninn hreyfist, við erum með hoppið, við erum með rúllið, við erum með notenda hæfileikana.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert