Bréfaklemman Clippy með óvænta endurkomu

Bréfaklemman Clippy úr Microsoft Office-pökkunum.
Bréfaklemman Clippy úr Microsoft Office-pökkunum. Grafík/Microsoft

Hjálpsama bréfaklemman Clippy úr Microsoft Office-pakkanum lætur sjá sig í tölvuleiknum Halo Infinite sem einn af aflæsanlegum hlutunum. 

Samkvæmt IGN er ekki komið á hreint hvernig á opna fyrir Clippy og að litlar líkur eru á að með notkun hennar muni skjárinn fyllast af hjálplegum ráðum og ábendingum eins og í Microsoft Office.

Má finna á nokkrum stöðum

Twitter-notandinn James Shields kom auga á bréfaklemmuna innanleikjar og deildi skjáskoti af henni með tísti sem hefur vakið mikla athygli á meðal netverja. Skjáskotið sýnir frá Clippy-nafnspjaldi og fylgihlut fyrir byssu en Clippy má finna á fleiri stöðum. Til dæmis er hægt að spreyja mynd af Clippy á húddið á Warthog-bifreið eða ofan á Sparta-fjársjóðskistu. 

Í flestum tilvikum er vísað í Clippy sem „Clipster“ en Clippy hefur einnig gengið undir nafninu „Clippit“ 


Minnst á Clippy áður

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Clippy lætur sjá sig innan Halo, en leikmenn hafa greint frá því að ummerki Clippy megi finna í Halo 5 sem kom út árið 2015.

Hugmyndin um að persónan væri aðgengileg sem gervigreindar-ráðgjafi vakti einnig athygli á Reddit nýlega, og fjallaði PC Gamer um tilraun einhvers á YouTube til þess að útfæra hugmyndina.

Tilkoma Clippy í sögu Halo gæti verið skemmtileg viðbót þar sem Clippy var upprunalega hönnuð af Microsoft sem ráðgjafi, eins og Cortana í Halo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert