Hægt að spila Fortnite á Apple-síma

Fiskur fagnar í Fortnite.
Fiskur fagnar í Fortnite. Skjáskot/YouTube/Epic Games

Fortnite er hægt að spila á Apple-farsímum ný þökk sé Xbox. Leikurinn er þá spilanlegur á bæði Apple- og Android-tækjum. 

Xbox hóf samstarf með Epic Games til þess að gefa leikinn út fyrir farsíma, en til þess þurfa leikmenn að vera nettengdir og eiga aðgang hjá Microsoft.

Var fjarlægður

Fyrir tveimur árum síðan var Fortnite fjarlægður úr Apple-versluninni vegna deila um greiðslur. Í framhaldi var leikurinn einnig fjarlægður úr Google Play-versluninni.

Android-notendur gátu hinsvegar sótt leikinn af vefsíðu Epic Games en Apple-notendur gátu það ekki. Síðan þá hefur ekki verið hægt að spila Fortnite á Apple-farsíma.

Gjaldfrjáls í gegnum skýið

Catherine Gluckstein, yfirmaður hjá Xbox Cloud Gaming tilkynnti um endurkomu Fortnite fyrir Apple-síma með bloggfærslu.

„Sem hluta af okkar verkefni til þess að færa samfélagi tölvuleikjaspilara gleði hvar sem þeir eru og að gera tölvuleikjaspilun aðgengilegri fyrir fólk víðsvegar um heiminn, tilkynni ég með gleði að við höfum hafið samstarf við Epic Games til þess að gera Fortnite aðgengilegan á tækjum sem búa að stuðning við vafra, gjaldfrjálst með Xbox Cloud Gaming (Beta) í 26 löndum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert