Ósáttir leikmenn fengu sínu framgengt

Sylvanas Windrunner úr World of Warcraft.
Sylvanas Windrunner úr World of Warcraft. Grafík/Activision Blizzard

World of Warcraft skiptir um lit á Keystone Master-farskjótanum eftir harða gagnrýni frá leikmönnum.

Í nýjasta uppfærslupakka, 9.2.5 PTR build, var Restoration Deathwalker gefinn upp sem Keystone Master-farskjóti fjórða tímabils Shadowlands. 

Mikil vonbrigði

Opinberun farskjótans olli miklum vonbrigðum á meðal leikmanna, voru þeir þá sérstaklega ósáttir við litavalið. Restoration Deathwalker var í dökkum og gráum litum en fyrri farskjótar voru í sömu litum. 

Sem fyrr segir urðu leikmenn fyrir miklum vonbrigðum og hikuðu ekki við að tjá sig um það á Twitter.

Hlustuðu á leikmenn

Í beinu framhaldi ákváðu þróunaraðilar World of Warcraft að fylgja eftir óskum leikmanna og komu þeim á óvart með breyttum litum.

Þróunaraðilar greindu frá breytingunum með mynd af farskjótanum, sem nú ber gyllta og fjólubláa liti.

„Byggt á viðbrögðum samfélagsins, hér er sýnishorn af uppfærðu litavali Keystone Master-farskjóta fjórða tímabilsins,“ segir í tísti frá World of Warcraft.

mbl.is