RÍSÍ gefið tvær milljónir í verðlaun

Rafíþróttasamtök Íslands, RÍSÍ.
Rafíþróttasamtök Íslands, RÍSÍ. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Íslenskir atvinnumenn í Counter-Strike: Global Offensive hafa notið góðs af síðasta tímabili, en Rafíþróttasamtök Íslands hafa nú þegar gefið tvær milljónir í verðlaunafé á skömmum tíma.

Óhætt er að segja að möguleikar íslenskra rafíþróttamanna séu að færast í aukana, hvort sem um ræðir þátttöku á erlendri grundu eða atvinnumennsku í þessarri vaxandi senu hér á landi. 

Ljósleiðaradeildin kláraðist fyrir mánuði síðan og í beinu framhaldi af henni hófst þriggja þátta mótaröð sem endaði með Stórmeistaramótinu. Keppendur fengu vegleg verðlaun auk þess að sigurvegarar fengu keppnisrétt í umspilsmóti fyrir Blast Series mótaröðina.

Verðlaun sífellt veglegri

Verðlaun fyrir árangur og frammistöðu í rafíþróttum færast í aukana hér sem annarsstaðar, en eins og fyrr var getið hafa Rafíþróttasamtök Íslands veitt keppendum tvær milljónir í gegnum Ljósleiðaradeildina og Stórmeistaramótið. Þar af var hálf milljón í verðlaunapotti Stórmeistaramótsins sem rann til efstu tveggja sætanna.

Deildarmeistarar og Stórmeistarar þessa árs, Dusty, fékk 252.500 krónur fyrir sigur á Ljósleiðaradeildinni sem kláraðist fyrir um mánuði síðan. Fyrir annað sætið fékk Þór 232.500 krónur og Vallea 222.500 fyrir það þriðja.

Staða Ljósleiðaradeildarinnar ásamt upplýsingum um verðlaun.
Staða Ljósleiðaradeildarinnar ásamt upplýsingum um verðlaun. Skjáskot/Liquipedia

Verðlauna öllum fyrir vinnu sína

Athygli vekur á að allir keppendur Ljósleiðaradeildarinnar fengu vegleg verðlaun fyrir þátttöku í Ljósleiðaradeildinni.

Hvort sem um er að ræða sigurvegara eða liðið í neðsta sæti, en Fylkir sem lenti í neðsta sæti, fékk 177.500 krónur fyrir þátttöku sína í deildinni.

„Deildarskiptingin er á þá leið að við viljum greiða öllum fyrir vinnuna. Liðið í neðsta sæti mætir í jafn marga leiki og efsta,“ segir Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri RÍSÍ, í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert