Afklæðist óvart eftir brúðkaupið

Lydia í Skyrim afklæðist óvart eftir brúðkaupið í Skyrim.
Lydia í Skyrim afklæðist óvart eftir brúðkaupið í Skyrim. Grafík/Bethesda

Skyrim-gloppur vekja oft athygli á meðal netverja og eru þekktar fyrir að vera nokkuð skoplegar, en nýlega birti Skyrim-leikmaður myndband sem sýnir frá Lydiu afklæðast eftir brúðkaup.

Lydia er ein af þeim óspilanlegu persónum sem hægt er að giftast í Skyrim, en til þess að giftast henni þarf að ljúka af röð verkefna sem hefst á Dragon Rising. Dragon Rising-verkefnið knýr leikmenn til þess að hitta Whiterun jarlinn við komu Dragonsreach.

Afklæðist eftir brúðkaupið

Í færslu frá Reddit-notandanum Ollidor, sýnir frá skoplegu atviki úr spilun leiksins.

Um leið og leikmaðurinn giftist Lydiu, hverfa fötin hennar af skjánum. Eftir samtalið gengur hún úr herberginu sem gerir atvikið enn skrítnara. 


Fatnaður í bakpokanum veldur gloppunni

Notandinn skýrir frá því hvernig vandamálið gerðist, en hann telur þetta hafa gerst vegna moddi sem hann notaðist við, Immersive Amazing Follower Tweaks SE. Annar notandi á þráðnum tekur undir þetta og skýrir frá því hvernig hægt er að komast framhjá þessu vandamáli.

Gloppan kemur upp þegar að Lydía geymir fatnað í bakpokanum sínum á meðan brúðkaupið fer fram. Ef leikmenn fjarlægja fatnaðinn úr bakpokanum hennar, mun hún klæðast brynklæðum sínum á ný eftir brúðkaupið.

Hinsvegar, ef leikmenn kjósa Lydiu fáklædda eftir brúðkaupið í stað brynklæða sinna, þurfa þeir að tryggja að hún hafi fatnað í bakpokanum sínum á meðan brúðkaupið fer fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert