Ólöglegt brask í Fortnite upprætt

Fortnite.
Fortnite. Grafík/Epic Games

Epic Games höfðaði gegn svindlara í Fortnite, sem endaði á því að svindlarinn baðst opinberlega afsökunar, hætti ólöglegri starfsemi sinni og greiddi Epic skaðabætur - sem Epic Games gaf svo til góðgerðamála.

Samkvæmt gögnum frá GameSpot, hafði ástralski dómstóllinn úrskurðað Brandon Despotakis, betur þekktan sem BlazeFN, sekan um að hafa brotið gegn notenda- og þjónustuskilmálum Fortnite ásamt höfundarrétti Fortnite.

Auk þess var hann sekur um að hafa selt ólöglega aðganga innan leiksins auk svindla, en úrskurðurinn kemur ári eftir að málaferlið hófst - sem var í apríl á síðasta ári.

Seldi ólöglegan svindlbúnað

Ólöglegar vörur sem BlazeFN seldi voru m.a. miðmenni (e. aimbots), óvirkir aðgangar sem bjuggu að sjaldgæfum eða vinsælum búningum auk fyrirfram unna bardagapassa. Grafíkin á fjölbreyttum vörum BlazeFN var einnig hönnuð í mynd hlutaverslunar Fortnite.

Óvíst er hversu mörg svindl eða aðgangar voru seldir, eða þá hvort að önnur sambærileg ólögleg starfsemi sé enn í gangi.

Líkur eru á að aðilar sem keyptu aðganga af BlazeFN muni hljóta einhverja refsingu innanleikjar, en hvort að Epic Games gangi á eftir þeim kaupendum er ekki tekið fram sérstaklega.

En kaup og sala á aðgöngum innan Fortnite er hvoru tveggja brot á skilmálum leiksins, hvort sem að einhver svindl séu í spilinu eða ekki.

Tjá sig um málið

Epic gaf frá sér yfirlýsingu um málið í heildina.

„Að selja aðganga og svindltækni leggur upplýsingar annarra í hættu og eyðileggur upplifunina fyrir þá sem eru að spila heiðarlega. Við tökum ólöglega sölu þessarra hluta alvarlega og munum sækjast eftir öllum möguleikum til þess að tryggja að leikirnir okkar haldist skemmtilegir, sanngjarnir og aldrei greitt-til-sigurs,“ segir Epic Games um málið.

Despotakis gaf einnig frá sér yfirlýsingu á Twitter í gær, viku eftir sáttargerð. Þar bað hann hugsanlega kúnna um að hafa ekki samband við sig varðandi svindl eða Fortnite-aðganga framar. 

„Mig langar að biðja Fortnite-samfélagið afsökunar. Það sem ég gerði var ólöglegt og gaf leikmönnum ósanngjarnt forskot á þá sem spila leikinn heiðarlega. Ég mun aldrei gera þetta aftur,“ segir Despotakis.

Rennur til barna og unglinga á sjúkrahúsum

Hluti af sáttargjörðinni krefur Despotakis um að greiða Epic Games skaðabætur eftir samkomulagi beggja aðila. Skaðabæturnar munu renna til góðgerðasamtakanna Child's Play, en upphæðin var ekki gefin upp.

Child's Play eru samtök sem snúa að bættum lífsgæðum barna og unglinga sem dvelja á sjúkrahúsum um heim allan.

mbl.is