Skopleg heimildamyndaröð væntanleg

Players er væntanleg heimildarháðmyndaröð (e. mockumentary) frá Paramount+ um rafíþróttasenu …
Players er væntanleg heimildarháðmyndaröð (e. mockumentary) frá Paramount+ um rafíþróttasenu League of Legends. Skjáskot/Twitter/Paramount+

Streymisveitan Paramount+ gaf út fyrstu kynningarstikluna fyrir Players, væntanlegu heimildarháðmyndaröðina (e. mockumentary) um rafíþróttasenu League of Legends.

Kynningarstiklan kemur áhorfendum fyrir í heim keppnissenu League of Legends. Þar fylgja áhorfendur skálduðu LoL-liði sem keppist við að ná fyrsta meistaratitlinum eftir að hafa reynt í mörg ár og oft verið nálægt því. 

Hinsvegar þurfa ýmsa málamiðlanir að vera gerðar á milli 17 ára nýliðans og 27 ára reynsluboltans, ef þeir ætla sér að ná titlinum. Þá þurfa báðir að leggja til hliðar egóið sitt og vinna saman.

Hefst í sumar

Players fer í forsýningu þann 16. júní á Paramount+ en þáttaröðin er framleidd af CBS Studios í samstarfi við Funny or Die.

Tony Yacenda og Dan Perrault, höfundar American Vandal, vinna einnig að þáttaröðinni sem meðhöfundar og eins tekur Yacenda að sér hlutverk leikstjóra.

Met slegið í úrslitum á Íslandi

League of Legends er einn mest spilaði tölvleikur í heimi á PC-tölvum ásamt því að búa að einni stærsti rafíþróttasenu í heimi.

Úrslitin á heimsmeistaramótinu á síðasta ári, sem fór fram hér á Íslandi, sló m.a. met í meðaláhorfi á mínútu - en yfir 30 milljónir fylgdust með á hverri mínútu viðureignarinnar samkvæmt The Esports Observer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert