Þykist vera óspilanleg persóna

Adam Thro þykist vera óspilanleg tölvuleikjapersóna og spjallar við ókunnuga.
Adam Thro þykist vera óspilanleg tölvuleikjapersóna og spjallar við ókunnuga. Skjáskot/Instagram/Adam.thro

Óspilanlegar persónur í tölvuleikjum (e. NPC) eru eins fjölbreyttar og þær eru margar, en allar eiga það sameiginlegt að þjóna einhverju hlutverki innanleikjar. Hvort sem það er að stýra leikmönnum í rétta átt eða einungis til þess að gera leikinn innihaldsríkari og umhverfið raunverulegra. 

Adam Thro, 22 ára gamall efnishöfundur, bregður sér í gervi óspilanlegra tölvuleikjapersóna og spjallar við ókunnugt fólk í verslunum í raunheimum. 

Thro tekur upp nokkur slík atvik á myndband og hægt er að horfa á samansafn af þeim hér að neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert