King Kong og Godzilla tryllast

King Kong og Godzilla hræða leikmenn í Call of Duty.
King Kong og Godzilla hræða leikmenn í Call of Duty. Grafík/Activision Blizzard

Komið er að stóra skrímslabardaganum í Call of Duty auk viðburðar í kringum hann sem stendur yfir í tvær vikur. Warzone-leikmenn geta spilað Monarch-Verkefnið frá deginum í dag og fram að 25. maí.

Hamurinn ber sama nafn og Monach Verkefnið, en hann er hluti af viðburði innan leiksins þar sem leikmenn geta unnið sér inn fjölda verðlauna.

Verðlaun fást m.a. með því að taka þátt í viðureignum, safna Monarch Intel og sigrast á áskorunum.

Tryllast af reiði

„Hvorki Kong né Godzilla eru illmenni,“ segir Sam Rappaport hjá Interactive Media, sem vonast til að sjá skrímslin hjálpa við að rétta úr D/D hlutfallinu (Dauði/Dráp hlutfall) sínu innanleikjar.

Í upphafi hverrar viðureignar í Monarch-Verkefninu, og á öðrum tímapunkti á meðan viðureigninni stendur, gætu Godzilla og Kong tryllst af reiði og gengið berserksgang með tilheyrandi árásum.

Það kallast Titan Frenzy en leikmenn fá tilkynningu þegar það skellur á. Þegar Titan Frenzy-tilkynning berst þá geta útsendarar annaðhvort flúið af hólmi, eða reynt að drepa skrímslin.

Skorað á leikmenn

Monarch-Verkefnið felur í sér átta áskoranir sem allar gefa af sér verðlaun.

Þar að auki, með því að sigrast á þeim öllum hljóta leikmenn uppskrift að sérstökum riffil, Ancient Rivalry Marksman Rifle.

Áskorarirnar og verðlaunin eru eftirfarandi :

Spila Monarch Verkefnið í sex klukkustundir - Epic „Ancestral Skull“ lukkugripur

Nota Kong eða Godzilla drápröð einu sinni - Sjaldgæfur „Ancient Remains“ lukkugripur

Nota Kong eða Godzilla drápröð þrisvar sinnum - Sjaldgæfur „Monarch Eyes Only“ lukkugripur

Veita Títönum 500.000 skaða - Sjaldgæfur „Concrete Jungler“ límmiði

Veita Kong 135.000 heildarskaða í Titan Frenzy-viðburðum - Legendary „Team Godzilla“ tákn

Veita Godzilla 135.000 heildarskaða í Titan Frenzy-viðburðum - Legendary „Team Kong“ tákn

Safna 3.000 Monarch Intelum - Epic „Skyline Crasher“ köllunarkort

Komast á meðal fimmtán efstu tólf sinnum í Monarch-Verkefnishamnum - Epic „One Will Fall“ sprey

Monarch-Verkefnið er hafið í Call of Duty.
Monarch-Verkefnið er hafið í Call of Duty. Grafík/Activision Blizzard

Verðlaun fást á fleiri vegu

Monarch gefur hinsvegar líka verðlaun bara fyrir það eitt og sér að spila í Monarch-Verkefnishamnum og taka þátt í Titan Frenzy-viðburðum innanleikjar.

Þær áskoranir eru aðskildar þeim átta hér að ofan sem þarf að klára til þess að öðlast „Ancient Rivalry“, en gefa þó af sér lukkugripi, köllunarkort og leikmannatitla í verðlaun.

Monnarch-verkefnið er sagt vera til þess að „kanna og verjast á tímum skrímslanna“, og er þá markmiðið að berjast við hlið skrímslanna og lifa í samlyndi með þeim. En nánar um þetta má lesa með í leiðarvísi um viðburðinn.

mbl.is